Thursday, August 2, 2007

LCD Soundsystem


James Murphy er heilinn á bakvið LCD Soundsystem og annar stofnandi dans-punk plötuútgáfunar DFA Records. Þó svo að Murphy semji allt þá er Þetta fimm manna band á tónleikum með frábærum hljóðfæraleikurum einsog t.d. Tyler Pope bassaleikara !!! og Al Doyle gítarleikara Hot Chip en hann er þekktur fyrir að geta spilað á gjörsamlega öll hljóðfæri sem hann snertir. LCD var stofnuð árið 2002 en gaf út sinn fyrsta disk árið 2005 og hét hann einfaldlega LCD Soundsystem. Þessari plötu var mjög vel tekið og var meðal annars tilnefnd til tveggja Grammy verðlauna. LCD Soundsystem gaf út plötuna 'Sound of Silver' í mars 2007 og er hún einnig mjög góð þó svo hún að mínu mati nái engan vegin sömu hæðum og fyrri diskurinn. mig hefur lengi langað að sjá þá á tónleikum og ætla ég mér að vera fremstur á pukkel...

-Tribulations-


-Viðtal við James Murphy-


http://www.myspace.com/lcdsoundsystem
http://www.lcdsoundsystem.com/

Wednesday, August 1, 2007

Felix da Housecat


Felix er alinn upp í Chicago og byrjaði ungur að spila á klúbbum eða aðeins 15ára. Felix spilaði House tónlist en sú sena byrjaði í klúbb í Chicago sem hét 'The Warehouse' um byrjun níunda áratugarins og er nafn senunar komið þaðan. Felix gekk vel að DJ-a og gaf hann út lag árið 1987 en mömmu hans og pabba leist ekkert á þetta tónlistar bull í honum og sendu hann í skóla og hann hætti alveg að hugsa um tónlist. En fimm árum seinna hennti hann sér í tónlistina aftur og þá var ekki aftur snúið. Hann er að fara gefa út sína fjórðu plötu núna í haust en einnig hefur hann gefið út heilan haug af mix-diskum og remixað fyrir öll stærstu nöfnin í bransanum.

-Silver Screen (Shower Scene)-


-What does it feel like-

http://www.myspace.com/felixdahousecat